NÁMIÐ

Um Hljóðtækni

Markmið hljóðtækni­brautar er að búa nem­endur undir að geta starfað sjálfstætt við hljóðvinnslu, upp­töku og hljóðsetn­ingu. Að loknu námi eiga nemendur að þekkja og kunna að vinna með helsta tækja­búnað sem notaður er í hljóð- og upp­töku­verum, við tón­leika­hald og við streymi á netið.

Inntökuskilyrði

Einungis er innritað í þetta nám á vorönn. Umsóknartímabil er í nóvember til desember. Þú þarf að hafa lokið grunn­skóla og tveggja anna fram­halds­skóla­námi, að lágmarki 60 ein­ingum, þar af að lág­marki 10 ein­ingum í ensku, 10 ein­ingum í íslensku og 10 í stærðfræði, allt á 2. þrepi.

Einnig er æski­legt að hafa stundað tón­list­arnám eða hafa reynslu af tónlistarflutningi.

Að loknu námi

Nem­endur sem klára þetta nám veljast í tæknistörf við hljóðvinnslu.
Það geta verið t.d. hljóðupp­tökur í hljóðverum, við upp­tökur og eft­ir­vinnslu, tal­setn­ingu, upp­töku á hljóm­sveitum og ýmis­konar viðburðum til útgáfu eða beinna útsend­inga. Einnig útsend­ingar útvarpsstöðva, sjón­varpsstöðva og blaðamiðla sem nýta sér vef­varp.

Upptökutækni

Upptökutækni er eitt af kjarnafögum í hljóðtækni og er kennt á öllum önnum.
Í þessum áfanga er nemendum kennd réttu handtökin við upptökur á hljóði í stúdíói og við lifandi flutning. Farið er yfir notkun og meðhöndlun hljóðnema auk annars upptökubúnaðs og hvernig má hámarka gæði upptöku.

Tónlistarsköpun

Tónlistarsköpun er einn af stuðningsáföngum í hljóðtækni. Tónlistarsköpun er kennd á 1. og 3. önn. Í tónlistarsköpun er farið yfir víðan völl í tónlistarsögu og produceringu. Nemendur skapa sín eigin tónverk eftir fyrirfram gefnum forsendum og nota tækni og tól sem þau læra á yfir önnina til þess að skapa tónlistarverk. Á 3ju önn koma margir gestakennarar sem eru starfandi tónlistarmenn og framleiðendur og ausa úr brunni visku sinnar.

Námsfög

Hljóðvinnsla

Hljóðvinnsla er eitt af kjarnafögum í hljóðtækni og er kennt á öllum önnum.
Í þessum áfanga er nemendum kennd réttu vinnubrögðin við eftirvinnslu á hljóði með áherslu á vinnslu á tónlist. Þar kemur sterkt inn hljóðvinnsluforritið protools þar sem nemendur fá leiðbeiningu í notkun þess. Kennarar Stúdíó Sýrlands hafa hlotið sérstaka þjálfun frá Avid og eru þeir einu á landinu með réttindi til kennslu á protools.

Raffræði

Rafmagnsfræði er grunnáfangi í hljóðtækni sem styður þétt við kjarnafögin. Þau verkfæri sem notuð eru við upptöku hljóðs vinna að miklu leyti með rafmagnsmerki og nemendur læra hvernig rafmagn hegðar sér og hvernig skal umgangast það. Áfanginn er kenndur á 1. önn sem grunnur og framhald á 3. önn. Þar sem nemendur kafa dýpra í efnið og smíða sinn eigin formagnara.

Hljóðsetning

Hljóðvinnsla er eitt af kjarnafögum í hljóðtækni og er kennt á sumar og haustönn. Í þessum áfanga er nemendum kennd undirstöðurnar í hljóðsetningu á myndefni hvort sé um að ræða stutt myndbrot eða lengri bíómyndir, hvort sem þær eru leiknar eða teiknaðar. Nemendur kynnast talsetningu, hljóðsetningu og hvernig á að hljóðblanda fyrir mismunandi miðla. Nemendur fá einnig kennslu í surround hljóði á 3ju önn.

Tónfræði

Tónfræði undirbýr nemendur fyrir vinnu í hljóðverum og samstarfi við tónlistarmenn. Nemendur læra grunnatriði í tónfræði og nótnalestri.
Tónfræðin er kennd á fyrstu tveimur önnunum og eru dæmi um það að nemendur hafi í kjölfarið klárað miðpróf í tónfræði.

Hljóðfræði

Hljóðfræði er undirstöðugrein í hljóðtækni og er einungis kennd á vorönn. Í hljóðfræði er farið í gegnum fræðilegan hluta hljóðtækninnar þar sem stuðst er við bókina Modern Recording Techniques. Farið er í gegnum það hvernig hljóð hegðar sér og tæknina á bak við það hvernig við náum að hemja það og beisla.

Rekstrarfræði

Rekstrarfræði undirbýr nemendur fyrir að reka sitt eigið fyrirtæki eða að vinna sem verktakar. Áfanginn er kenndur á sumarönn og farið er í ýmis atriði sem tengjast rekstri fyrirtækja, svo sem rekstraráætlanir, skil á virðisaukaskatti, uppgjör og fleira. Þessi áfangi er frábrugðinn öðru námi í rekstrarfræði að því leitinu til að hann er sérstaklega sniðinn til að taka mið af þörfum hljóðvera og verktaka við hljóðvinnslu.