
Spurt og svarað
-
Hljóðtækni er verklegt nám sem kennir allar hliðar hljóðvinnslu, hvort sem það er live hljóð á viðburðum, taka upp og hljóðblanda þína eigin tónlist eða hljóð fyrir kvikmyndir. Námið fer yfir alla helstu þætti og starfs möguleika í hljóði og gefur nemendum reynsluna á að vinna í öllum geirum.
-
Já, námið er byggt á þremur önnum og hver önn kostar 300.000 kr. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði Námsmanna.
-
Námið er kennt að mestu leiti í höfuðstöðvum Stúdíó Sýrlands. Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík. Tónfræði er kennd hjá Tóney í Síðumúla.
-
Námið er á vegum Tækniskólans en öll kennsla, framkvæmd, skipulag kennslu og aðstaða nemenda er hjá Stúdió Sýrlandi
-
Námið skiptist í þrjár annir, vorönn, sumarönn og haustönn. Á milli anna er ein vika í frí og svo er 3ja vikna sumarfrí í Júlí til Ágúst.
Kennsla fer fram alla virka daga frá 09-13 og svo er gert ráð fyrir verkefnavinnu eftir það. Einstaka sinnum kemur fyrir að kennsla er alveg til 17 eða jafnvel fram á kvöld td. í Live vikunni, sem er sérstök tónleikavika sem er sett upp til að kenna nemendum á lifandi hljóð. -
Já! Nemendur hafa aðgang að tveimur hljóðverum, Námsver A og Námsver B allan sólarhringinn á meðan námi stendur, líka á meðan sumarfrí er í náminu!
-
Námið er samtals 90 framhaldsskólaeiningar.
-
Já - einingarnar í náminu nýtast til stúdentsprófs
-
Umsækjandi þarf að hafa lokið grunnskóla og tveggja anna framhaldsskólanámi, að lágmarki 60 einingum, þar af að lágmarki 10 einingum í ensku, 10 einingum í íslensku og 10 í stærðfræði, allt á 2. þrepi.
Einnig er æskilegt að hafa stundað tónlistarnám eða hafa reynslu af tónlistarflutningi.
-
Já, hámarksfjöldi nemenda er 30
-
Nei, námið er ekki diplomanám eins og er en námið er í sífelldri þróun og gæti orðið það í nánustu framtíð.
Þú útskrifast með rauða húfu / sem hljóðtæknifræðingur
-
Nei - það er ekki aldurstakmark en lágmarkskröfur um grunn úr framhaldsskóla gera það að verkum að yfirleitt byrjar fólk ekki nám í Hljóðtækni fyrr en það er 17-18 ára.
Meðalaldur í náminu er u.þ.b. 25 ár og aldursbilið á þeim sem hafa farið í námið er 18-52 ár
-
Kostnaður við bókakaup er u.þ.b. 55 þúsund krónur fyrir árið.
Mikið er lagt upp úr notkun Pro Tools hljóðvinnsluforritsins. Nemendur eiga kost á að leigja eða kaupa ProTools hljóðvinnsluforritið. Leyfi fyrir 12 mánuði kostar tæpar 8€ á mánuði (vor 2018) en einnig er hægt að kaupa það á nálægt 45 þúsund krónur og er það þá með 50% afslætti til nemenda.
Gott er að hafa góð heyrnartól og flakkara fyrir verkefnavinnu við tölvuna en verð á þeim er mjög breytilegt.
-
Já, nemendur í hljóðtækni þurfa fartölvu. Tölvan þarf að geta keyrt nýjustu útgáfu af Protools en upplýsingar um tæknikröfur er að finna á heimasíðu Avid.
Einnig er gott að vera með þokkaleg heyrnartól og flakkara til þess að vinna verkefni á.
Ertu með aðra spurningu?
Ekki hika við að heyra í okkur, erum alltaf til í spjall.